Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:11 Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram eftir þriggja vikna fjarveru. Vísir/Daníel Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram. Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram.
Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira