Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:11 Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram eftir þriggja vikna fjarveru. Vísir/Daníel Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram. Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram.
Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira