Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 14:31 Bóluefni gegn kommúnisma var til sölu á landsfundarhófinu á laugardagskvöld. Tuttugu skilti með textanum „Enga Framsóknarmenn“ voru gerð og seldust þau öll. Skjáskot Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira