Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 13:40 Holger Rune segist aldrei hafa verið eins stressaður eins og í úrslitaleiknum og fagnaði gríðarlega þegar hann vann. Getty/Mustafa Yalcin „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt. Tennis Danmörk Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Sjá meira
Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt.
Tennis Danmörk Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Sjá meira