Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 13:40 Holger Rune segist aldrei hafa verið eins stressaður eins og í úrslitaleiknum og fagnaði gríðarlega þegar hann vann. Getty/Mustafa Yalcin „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt. Tennis Danmörk Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sjá meira
Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt.
Tennis Danmörk Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sjá meira