Lífið

Leysti ráð­gátuna um sér­­­kenni­­lega nafn­breytingu Vöfflu­­vagnsins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Áður Vöffluvagninn, nú Halldór.
Áður Vöffluvagninn, nú Halldór. Facebook/Vöffluvagnin

Aðdáendum Vöffluvagnsins brá heldur betur í brún fyrr í dag. Nafni Facebook-síðu Vöffluvagnsins hafði skyndilega verið breytt í Halldor. Nafnbreytingin á sér eðlilegar skýringar.

„Kem rétt strax, ætla á Halldór,“ tísti Katrín Kristjana í dag.

Elín Jósepsdóttir leysti ráðgátuna hratt og örugglega og sendi Vöffluvagninum skilaboð á Facebook.

„Tengdapabbi sem bjó til síðuna var aðeins að fikta og er að vandræðast með að laga þetta aftur,“ segir eigandi vagnsins við Elínu.

Samkvæmt þessu er nafnbreytingin ólíklega komin til að vera.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.