Innlent

Féll í rúllu­stiga í Kringlunni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Meiðsl mannsins reyndust minni háttar.
Meiðsl mannsins reyndust minni háttar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður féll í rúllustiga í Kringlunni síðdegis í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl reyndust minni háttar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögregla hefur alls sinnt 65 verkefnum í dag.

Tilkynnt var um tilraun til innbrots á veitingastað í Mosfellsbæ og nokkrar skemmdir urðu vegna tilraunarinnar. Þjófurinn komst þó ekki inn á veitingastaðinn sjálfan og málið er í rannsókn.

Meðal verkefna voru umferðarlagabrot og var einn stöðvaður á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði eru 80 kílómetrar á klukkustund.

Nokkrir voru gripnir í símanum við akstur og þá var einn handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn ók þar að auki án ökuréttinda og bifreiðin reyndist vera ótryggð.

Klukkan 17:48 var tilkynnt um árekstur á Kringlumýrarbraut við Sæbraut en umferðaróhappið reyndist minni háttar. Engin slys urðu á fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×