Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 10:53 Finnur Ricart Andrason er ungmennafulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Aðsend Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira