Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkisstjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú.

Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir niðurstöðuna vísbendingu um að leigubílaþjónusta hérlendis hafi gengið sér til húðar.

Spennan magnast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem stendur nú yfir í Laugardalshöll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, setti fundinn í gær. Þetta gæti hafa verið í síðasta skipti sem Bjarni setur landsfund flokksins en eins og kunnugt er verður kosið á milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum á morgun. Frambjóðendurnir flytja framboðsræðu klukkan hálf þrjú í dag en þeim verður streymt í beinni hér á Vísi.

Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum.

Hægt er að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni hér í spilaranum að neðan: 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×