Tónlist

Uppselt á Iceland Airwaves

Elísabet Hanna skrifar
Uppselt er á tónlistarhátíðina sem fór formlega af stað fyrr í dag.
Uppselt er á tónlistarhátíðina sem fór formlega af stað fyrr í dag.

Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 

„Okkar ráð er að fara annað og sjá eitthvað sem þú hefur kannski ekki heyrt um áður,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni um þá stöðu sem getur komið upp ef staðurinn, sem gestir hafa áhuga á, hefur náð fjöldatakmörkunum. 

Opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar fór fram á Hjúkrunarheimilinu Grund og var sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Airwaves fer fram dagana 3. til 5. nóvember. Alla umfjöllun okkar um Iceland Airwaves hátíðina má finna HÉR.

Fólk á öllum aldri er mætt til að fylgjast með tónleikunum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Röyksopp á Airwaves 2022

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána.

„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins

Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar.

Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks

Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×