Innlent

Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjórir ættliðir, sem sungu á Skagaströnd á morgun, allar búsettar á staðnum. Frá vinstri, Jenný Lind Sigurjónsdóttir ömmubarn Guðrúnar, Guðrún Sigurðardóttir (ættmóðir), Hallbjörg Jónsdóttir langömmubarn Guðrúnar og Hallbjörg Jónsdóttir dóttir Guðrúnar.
Fjórir ættliðir, sem sungu á Skagaströnd á morgun, allar búsettar á staðnum. Frá vinstri, Jenný Lind Sigurjónsdóttir ömmubarn Guðrúnar, Guðrún Sigurðardóttir (ættmóðir), Hallbjörg Jónsdóttir langömmubarn Guðrúnar og Hallbjörg Jónsdóttir dóttir Guðrúnar. Aðsend

Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

“Ég held að fáir kórar hafi fjóra ættliði innanborðs og þaðan af síður manneskju sem hefur sungið hátt í 70 ár og skilað margföldu ævistarfi af samfélagsþjónustu og gefur hinum yngri ekkert eftir, svona fólk á auðvitað að fá fálkaorðu,” segir Hugrún Sif létt í bragði en hún fékk meðal annars fimm ungar og kraftmiklar stelpur í kórinn í haust, sem hún er mjög þakklát fyrir.

Konurnar fjórar eru búsettar á Skagaströnd og syngja með kirkjukórnum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.