Býður sig fram gegn Kjartani Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2022 09:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson. Aðsend Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37