Borða svið til styrktar endurbyggingu „elstu vegasjoppu landsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 09:30 Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera Norðurbraut upp og koma því fyrir á lóð safnsins. Aðsendar/Guðmundur Haukur Íbúar á Hvammstanga og nærsveitum munu koma saman til sérstakrar sviðamessu á laugardag þar sem ágóðinn mun renna til endurbyggingar á Norðurbraut, sem lýst hefur verið sem elstu vegasjoppu landsins. Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera húsið upp og koma því fyrir á lóð safnsins. „Saga Norðurbrautar er mjög merkileg en Sigurður Davíðsson verslunarmaður opnaði ferðamannaverslun í húsnæðinu í kringum árið 1930 sem stóð á mótum þjóðvegar 1 og vegarins að Hvammstanga. Þetta var því fyrsta vegasjoppa landsins,“ segir Þuríður. Þuríður segir að sjoppa hafi verið rekin á staðnum til 1960 þegar henni var lokað. Húsið hafi þá verið flutt upp á Ásinn svokallaða á Hvammstanga þar sem það hafi staðið áratugum saman. Fyrir ekki svo löngu síðan hafi svo verið samið við tvo smiði í bænum til að gera húsið upp. Norðurbraut var nýlega flutt á stað þar sem unnið verður að endurbyggingunni.Aðsend/Guðmundur Haukur Hún segist vona að innan tveggja ára verði svo hægt að koma uppgerðri Norðurbraut fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins. Verði Norðurbraut og Verslunarminjasafnið tengt með hinum svokallaða Bangsabát, báti Björns Þóris Sigurðarsonar, sonar verslunarmannsins Sigurðar Davíðssonar. Konungleg heimsókn 1936 Þuríður segir að sjálfur Kristján tíundi Danakonungur hafi heimsótt Norðurbraut árið 1936. „Hann var þá á leiðinni norður til Akureyrar. Það voru sérstaklega smíðaðir kamrar við Norðurbraut vegna þessarar konunglegu heimsóknar,“ segir í Þuríður. Sviðamessan verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir munu snæði bæði heit og köld svið, sviðalappir og tilheyrandi. Húnaþing vestra Söfn Húsavernd Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera húsið upp og koma því fyrir á lóð safnsins. „Saga Norðurbrautar er mjög merkileg en Sigurður Davíðsson verslunarmaður opnaði ferðamannaverslun í húsnæðinu í kringum árið 1930 sem stóð á mótum þjóðvegar 1 og vegarins að Hvammstanga. Þetta var því fyrsta vegasjoppa landsins,“ segir Þuríður. Þuríður segir að sjoppa hafi verið rekin á staðnum til 1960 þegar henni var lokað. Húsið hafi þá verið flutt upp á Ásinn svokallaða á Hvammstanga þar sem það hafi staðið áratugum saman. Fyrir ekki svo löngu síðan hafi svo verið samið við tvo smiði í bænum til að gera húsið upp. Norðurbraut var nýlega flutt á stað þar sem unnið verður að endurbyggingunni.Aðsend/Guðmundur Haukur Hún segist vona að innan tveggja ára verði svo hægt að koma uppgerðri Norðurbraut fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins. Verði Norðurbraut og Verslunarminjasafnið tengt með hinum svokallaða Bangsabát, báti Björns Þóris Sigurðarsonar, sonar verslunarmannsins Sigurðar Davíðssonar. Konungleg heimsókn 1936 Þuríður segir að sjálfur Kristján tíundi Danakonungur hafi heimsótt Norðurbraut árið 1936. „Hann var þá á leiðinni norður til Akureyrar. Það voru sérstaklega smíðaðir kamrar við Norðurbraut vegna þessarar konunglegu heimsóknar,“ segir í Þuríður. Sviðamessan verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir munu snæði bæði heit og köld svið, sviðalappir og tilheyrandi.
Húnaþing vestra Söfn Húsavernd Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira