Innlent

Banaslys við Kirkjufell

Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa
Frá Kirkjufelli í dag.
Frá Kirkjufelli í dag. Vísir

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu.

Uppfært: Þyrlan var komin í Grundarfjörð fyrir klukkan sex. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um banaslys að ræða og lést erlendur ferðamaður.

Nokkrir ferðamenn hafa dáið í hlíðum fjallsins á undanförnum árum en ágangur á það hefur aukist verulega.

Sjá einnig: Banaslys í Kirkjufelli

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í hlíðar Kirkjufells.Vísir

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti að óskað hafi verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan var í verkefni á Þórshöfn og á leið til baka þegar boð barst um aðstoð.

Ásgeir sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið og vísaði á Lögregluna á Vesturlandi.

Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband á fimmta tímanum í dag.


Tengdar fréttir

Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins

Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×