Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 16:35 Ragnar Erling er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. vísir/egill Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan: Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan:
Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira