Lífið

Cor­d­en aftur vel­kominn eftir skít og skammir gær­dagsins

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Eigandi Balthazar veitingastaðarins segir James Corden aftur velkominn á staðinn.
Eigandi Balthazar veitingastaðarins segir James Corden aftur velkominn á staðinn. Samsett/Getty

Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 

Veitingastaðurinn er einn sá þekktasti í New York borg en Keith McNally, eigandi staðarins, greindi frá því á Instagram síðu sinni í gær að Corden hafi í nokkur skipti komið illa fram við starfsfólk, hótað að skrifa illa um staðinn og öskrað.

„James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ skrifaði McNally þá á Instagram.

Aðeins nokkrum klukkustundum síðar var þó annar hljómur í honum þar sem hann sagði Corden hafa hringt í sig og „beðið ákaflega afsökunar.“

McNally sagðist sjálfur trúa á að fólk fái annað tækifæri en í færslunni grínaðist hann með það að hann myndi aflétta banninu tafarlaust ef að hann fengið að stjórna spjallþætti Cordens, The Late Late Show, í níu mánuði.

„Nei að sjálfsögðu ekki. En… Hver sem er nógu göfuglyndur til að biðja ónytjung og ræfil eins og mig (og starfsfólk mitt) afsökunar á ekki skilið að sæta banni á nokkrum stað. Sérstaklega Balthazar,“ skrifaði McNally á Instagram síðu sinni. „Allt er fyrirgefið,“ sagði hann enn fremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×