Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. október 2022 11:10 Þær Selena Gomez og Hailey Bieber skinu skært á árlegum galaviðburði í Los Angeles um helgina. Þá skinu þær ennþá skærar þegar þær stilltu sér upp saman á ljósmynd á viðburðinum. Getty/Jon Kopaloff Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Sjá meira
Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Sjá meira
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30
Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30
Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31