250 manna flugslysaæfing á Akureyri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 10:24 Bílar stóðu í ljósum logum. Isavia Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 250 manns tóku þátt í æfingunni sem samanstóð af hinum ýmsu viðbragðsaðilum í nágrenni við Akureyri. Starfsfólk Isavia æfðu viðbúnað á flugvellinum auk Almannavarna, lögreglu og björgunarsveita. Rauði krossinn, Landhelgisgæslan og starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tóku einnig þátt. Fjölmargir viðbragðsaðilar tóku þátt.Isavia Eins og áður segir var líkt eftir því að farþegaflugvél hafi bilað. Þegar hún kom inn til lendingar var önnur flugvél á flugbrautinni sem hún rakst á. Æfðar voru björgunar- og slökkviaðgerðir og áhersla var lögð á flutning slasaðra, boðunarkerfi, stjórnun á vettvangi og samhæfingu. „Flugslysaæfingar eins og þessi sem haldin var í gær og þær sem við höfum haldið í Reykjavík og á Ísafirði fyrir nokkrum vikum skipta afskaplega miklu til að efla viðbúnað við flugslysum og öðrum alvarlegum slysum sem geta orðið í nærsamfélagi hvers flugvallar,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóri í tilkynningu. Æfingin er sú fjórða og síðasta sem haldin er á þessu ári. Um fimmtíu leikarar léku slasaða farþega og áhöfn á vettvangi: „Það væri ekki hægt að halda æfingarnar með svona góðum hætti ef ekki væri fyrir þann hóp fólks sem er tilbúinn til að gefa af sínum tíma og leika slasað fólk á vettvangi. Þessum hópum eigum við mikið að þakka,“ segir Elva. Slökkvilið að störfum.Isavia Björgunarsveitir Akureyri Akureyrarflugvöllur Almannavarnir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
250 manns tóku þátt í æfingunni sem samanstóð af hinum ýmsu viðbragðsaðilum í nágrenni við Akureyri. Starfsfólk Isavia æfðu viðbúnað á flugvellinum auk Almannavarna, lögreglu og björgunarsveita. Rauði krossinn, Landhelgisgæslan og starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tóku einnig þátt. Fjölmargir viðbragðsaðilar tóku þátt.Isavia Eins og áður segir var líkt eftir því að farþegaflugvél hafi bilað. Þegar hún kom inn til lendingar var önnur flugvél á flugbrautinni sem hún rakst á. Æfðar voru björgunar- og slökkviaðgerðir og áhersla var lögð á flutning slasaðra, boðunarkerfi, stjórnun á vettvangi og samhæfingu. „Flugslysaæfingar eins og þessi sem haldin var í gær og þær sem við höfum haldið í Reykjavík og á Ísafirði fyrir nokkrum vikum skipta afskaplega miklu til að efla viðbúnað við flugslysum og öðrum alvarlegum slysum sem geta orðið í nærsamfélagi hvers flugvallar,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóri í tilkynningu. Æfingin er sú fjórða og síðasta sem haldin er á þessu ári. Um fimmtíu leikarar léku slasaða farþega og áhöfn á vettvangi: „Það væri ekki hægt að halda æfingarnar með svona góðum hætti ef ekki væri fyrir þann hóp fólks sem er tilbúinn til að gefa af sínum tíma og leika slasað fólk á vettvangi. Þessum hópum eigum við mikið að þakka,“ segir Elva. Slökkvilið að störfum.Isavia
Björgunarsveitir Akureyri Akureyrarflugvöllur Almannavarnir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira