Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. október 2022 21:42 Frá vinstri: Rupert Grint, Robbie Coltrane heitinn, Daniel Radcliffe og Emma Watson Yui Mok/getty Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu frá Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í samnefndum kvikmyndum segir Coltrane hafa verið einn af fyndnustu manneskjum sem hann þekkti. CNN greinir frá þessu. „Mér finnst ég vera ótrúlega heppinn að hafa hitt hann og fengið að vinna með honum. Það hryggir mig mjög að hann sé fallinn frá. Hann var ótrúlegur leikari og dásamlegur maður,“ skrifar Radcliffe. Emma Watson sem lék Hermione Granger í Harry Potter kvikmyndunum minnist Coltrane sem hlýjum frænda, lýsir góðmennsku hans og skuldbindur sig til þess að sýna öðru fólki sömu hlýju í hans nafni. Instagram/Emma Watson „Þú mátt vita hversu mikið ég dýrka þig og dái. Ég mun sakna hversu elskulegur þú varst, gælunafnanna, hlýjunnar, hlátursins og knúsana þinna. Þú gerðir okkur að fjölskyldu og varst það fyrir okkur,“ skrifar Watson á Instagram. Rupert Grint sem lék Ron Weasley í kvikmyndunum segir hjarta sitt hafa brostið við að hafa heyrt fregnir af andlátinu. „Enginn annar á þessar plánetu hefði getað leikið Hagrid, aðeins Robbie. Alveg eins og Hagrid í bókunum og kvikmyndunum þá var Robbie hlýr, brjóstgóður og drepfyndinn. Maður með risa hjarta sem var enn að passa upp á okkur, áratugum síðar,“ skrifar Grint á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rupert Grint (@rupertgrint) Tom Felton sem lék Draco Malfoy í kvikmyndunum tekur í sama streng og meðleikarar sínir og segir Coltrane hafa verið hlýjan og fyndinn. „Ein af mínum bestu minningum frá því að taka upp Harry Potter var þegar við vorum í næturtökum vegna fyrstu myndarinnar í forboðna skóginum. Ég var tólf ára. Robbie hugsaði um alla í kringum sig áreynslulaust og lét alla fara að hlæja, áreynslulaust,“ skrifar Felton á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Felton birti einnig mynd þar sem af töflu í neðanjarðarlestarkerfi London þar sem orða Coltrane er minnst fallega. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í samnefndum kvikmyndum segir Coltrane hafa verið einn af fyndnustu manneskjum sem hann þekkti. CNN greinir frá þessu. „Mér finnst ég vera ótrúlega heppinn að hafa hitt hann og fengið að vinna með honum. Það hryggir mig mjög að hann sé fallinn frá. Hann var ótrúlegur leikari og dásamlegur maður,“ skrifar Radcliffe. Emma Watson sem lék Hermione Granger í Harry Potter kvikmyndunum minnist Coltrane sem hlýjum frænda, lýsir góðmennsku hans og skuldbindur sig til þess að sýna öðru fólki sömu hlýju í hans nafni. Instagram/Emma Watson „Þú mátt vita hversu mikið ég dýrka þig og dái. Ég mun sakna hversu elskulegur þú varst, gælunafnanna, hlýjunnar, hlátursins og knúsana þinna. Þú gerðir okkur að fjölskyldu og varst það fyrir okkur,“ skrifar Watson á Instagram. Rupert Grint sem lék Ron Weasley í kvikmyndunum segir hjarta sitt hafa brostið við að hafa heyrt fregnir af andlátinu. „Enginn annar á þessar plánetu hefði getað leikið Hagrid, aðeins Robbie. Alveg eins og Hagrid í bókunum og kvikmyndunum þá var Robbie hlýr, brjóstgóður og drepfyndinn. Maður með risa hjarta sem var enn að passa upp á okkur, áratugum síðar,“ skrifar Grint á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rupert Grint (@rupertgrint) Tom Felton sem lék Draco Malfoy í kvikmyndunum tekur í sama streng og meðleikarar sínir og segir Coltrane hafa verið hlýjan og fyndinn. „Ein af mínum bestu minningum frá því að taka upp Harry Potter var þegar við vorum í næturtökum vegna fyrstu myndarinnar í forboðna skóginum. Ég var tólf ára. Robbie hugsaði um alla í kringum sig áreynslulaust og lét alla fara að hlæja, áreynslulaust,“ skrifar Felton á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Felton birti einnig mynd þar sem af töflu í neðanjarðarlestarkerfi London þar sem orða Coltrane er minnst fallega. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton)
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58