Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 14:29 Barker, Hoppus og DeLonge eru á leið í tónleikaferðalag. Getty Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Blink-182 er ein vinsælasta popp-pönk hljómsveit heims en meðlimir hennar eru Mark Hoppus, Tom DeLonge og Travis Barker. Hoppus spilar á bassa og syngur, DeLonge spilar á gítar og syngur og sér Barker um trommuslátt. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2019 og ber nafnið Nine. Á þeirri plötu má finna vinsæl lög á borð við Darkside og Happy Days. Lagið sem kemur út á föstudaginn heitir Edging en hvorki er komið nafn á plötuna né búið að gefa út hvenær hún kemur út. Tónleikaferðalagið hefst þann 11. mars á næsta ári í borginni Tijuana í Mexíkó. Þar næst þræða þeir Suður-Ameríku og Norður-Ameríku áður en förinni er heitið til Evrópu í september. Þeir munu spila í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 12. til 14. september. Engir tónleikar fara fram á Íslandi. Miðasala á tónleika í tónleikaferðalaginu hefst á mánudaginn í næstu viku. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45 Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Blink-182 er ein vinsælasta popp-pönk hljómsveit heims en meðlimir hennar eru Mark Hoppus, Tom DeLonge og Travis Barker. Hoppus spilar á bassa og syngur, DeLonge spilar á gítar og syngur og sér Barker um trommuslátt. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2019 og ber nafnið Nine. Á þeirri plötu má finna vinsæl lög á borð við Darkside og Happy Days. Lagið sem kemur út á föstudaginn heitir Edging en hvorki er komið nafn á plötuna né búið að gefa út hvenær hún kemur út. Tónleikaferðalagið hefst þann 11. mars á næsta ári í borginni Tijuana í Mexíkó. Þar næst þræða þeir Suður-Ameríku og Norður-Ameríku áður en förinni er heitið til Evrópu í september. Þeir munu spila í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 12. til 14. september. Engir tónleikar fara fram á Íslandi. Miðasala á tónleika í tónleikaferðalaginu hefst á mánudaginn í næstu viku.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45 Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45
Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55