Lífið

Kardashian og Barker trúlofuð

Atli Ísleifsson skrifar
Um átta mánuðir eru nú síðan þau Kourtney Kardashian og Travis Barker opinberuðu samband sitt.
Um átta mánuðir eru nú síðan þau Kourtney Kardashian og Travis Barker opinberuðu samband sitt. Getty

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Í færslunni má sjá þau standa á strönd innan um kerti og ótal rauðar rósir og með textanum „að eilífu @travisbarker“.

Hamingjuóskirnar hafa hrannast inn og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar sagt frá trúlofuninni. Ströndin sem um ræðir er í Montecito í Santa Barbara í Kaliforníu, en um átta mánuðir eru nú síðan þau Kardashian og Barker opinberuðu samband sitt.

Hjónabandið verður það fyrsta fyrir hina 42 ára Kardashian, en hinn 45 ára Barker var áður giftur leikkonunni Shanna Moakler.

Kardashian á börnin Mason, ellefu ára, Penelope, níu ára, og Reign, sex ára, með sínum fyrrverandi, Scott Disick. Barker á fyrir börnin Landon, sautján ára og dótturina Alabama, fimmtán ára, með Moakler.

Kardashian er með um 146 milljónir fylgjenda á Instagram, en Barker, sem er trommari sveitarinnar Blink-182, með um 5,4 milljónir fylgjenda.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.