Lífið

„Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli“

Elísabet Hanna skrifar
Elísabet og Gunnar Steinn hafa tekið á móti dóttur sinni.
Elísabet og Gunnar Steinn hafa tekið á móti dóttur sinni. Skjáskot/Instagram

Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hafa tekið á móti sínu þriðja barni. „Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli,“ segja hjónin í sameiginlegri Instagram færslu. 

„Fyrsta hrós dagsins fær konan mín, þvílík hetja og hörkutól. Rúllaði þessu upp eins og flestu sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir handbolta kappinn um Elísabetu. „Annað hrósið fá ljósmæður. Starfstétt sem á alla mína virðingu. Hreinn úrslitaleikur á hverri vakt. Okkar var alveg frábær. Takk!“

Í færslunni segja þau einnig frá því hvernig litlu dömunni var fagnað af eldri systkinum sínum þegar heim var komið. Fyrir eiga þau Ölbu Mist og Gunnar Manuel. 


Tengdar fréttir

„Þar brotnaði ég“

„Það er eiginlega bara smá skrítið, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um að vera flutt aftur til Íslands. „Það er auðvitað fullt af kostum en ég er ennþá að venjast, það tekur smá tíma,“ útskýrir Elísabet. „Börnunum líður vel og það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú.“

Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna

Tískugyðjan og Trendnet bloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir lenti í því skemmtilega atviku að húkka sér far með spíttbát á tískusýningu GANNI í Kaupmannahöfn þar sem hún er stödd fyrir tískuvikuna.

Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta

Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.