Lífið

Ó­frísk í fyrsta sinn 48 ára: „Ekki bara eitt barn, heldur tvö“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hin 48 ára gamla leikkona Hilary Swank er ófrísk.
Hin 48 ára gamla leikkona Hilary Swank er ófrísk. Getty/Tommaso Boddi

Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank er ófrísk. Hún segir það hafa verið draum sinn lengi að verða móðir. Það er óhætt að fullyrða að hún eigi eftir að vera með báðar hendur fullar í móðurhlutverkinu, því hún á ekki bara von á einu barni heldur tveimur.

Swank er fjörutíu og átta ára gömul og eru þetta hennar fyrstu börn. Hún á von á þeim með eiginmanni sínum Philip Schneider. Hjónin kynntust árið 2016 og giftu sig fyrir fjórum árum síðan.

Leikkonan var gestur í morgunþættinum Good Morning America í dag til þess að kynna nýja þætti sína Alaska Daily. Í þættinum deildi hún gleðitíðindunum, eftir að hafa falið óléttuna í einhvern tíma.

Þau Hilary Swank og Philip Schneider giftu sig fyrir fjórum árum síðan.Getty/JB Lacroix

Tvíburar í fjölskyldunni

„Þetta er svolítið sem ég hef lengi þráð. Ég er að fara verða móðir ... Og ég á ekki bara von á einu barni, heldur tveimur. Ég trúi þessu ekki.“

Það eru tvíburar í fjölskyldum þeirra beggja og því segir Swank þetta vera einstaklega spennandi.

„Þetta er algjör blessun og algjört kraftaverk. Þetta er ótrúlegt,“ sagði hin verðandi tveggja barna móðir.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.