Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 08:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira