Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 08:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Sjá meira