Innlent

Spurningin sem ungt fólk nennir ekki að vita svarið við

Snorri Másson skrifar

Ísland í dag fór á stúfana í liðinni viku og spurði fólk í yngri kantinum í hvaða lífeyrissjóði það greiddi. Einhverjir vissu svarið, en aðrir alls ekki. „Eru valmöguleikar?“ spurði einn viðmælandinn og þar er svarið já - á þriðja tug sjóða.

En hver er munurinn á þeim? Ekki ýkja mikill og í öllu falli of óskýr, eins og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur lýsti í viðtali sem einnig má sjá í innslaginu hér að ofan. Þar má einnig sjá viðtölin við umrætt ungt fólk, sem var óvisst um hvert það var að greiða.

Meðvitund fólks um hvaða lífeyrissjóð það greiðir í er harla misjöfn.Vísir

Margrét Erla Maack leikkona var til viðtals og sagði: „Ungu fólki finnst bara leiðinlegt að spá í þessu. Maður hugsar bara: Æ maður spáir bara í þessu á morgun og svo koma bara ógeðslega margir morgundagar og þá ertu bara „fokkt“ þegar það er orðið gamalt fólk.“

Í innslaginu er líka rætt við eldra fólk sem gefur góð ráð um það hverju beri að huga að þegar ellilífeyrisárin nálgast. Númer eitt: Ekki reiða þig á Tryggingastofnun. Númer tvö: Greiddu séreignarsparnað. Númer þrjú: Vertu skuldlaus þegar kemur að starfslokum.


Tengdar fréttir

„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“

Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.