„Lögreglan sem fór á staðinn mat það sem það þannig að það þyrfti að fá sérfræðinga frá ríkislögreglustjóra á vettvang til þess að meta þennan hlut. Þannig að það varð smá ástand en það er búið að aflétta því. Málið er komið í rannsóknarfasa.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er að sögn Ásgeirs en í frétt mbl.is kemur fram að maður sem sýndi af sér undarlega hegðun hafi verið á svæðinu þegar tilkynnt var um hlutinn.