Innlent

Til­kynnt um tor­kenni­legan hlut við Sæ­braut

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sérsveitin var hluti af umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á miðvikudaginn.
Sérsveitin var hluti af umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst í dag milli klukkan fimm og sex tilkynning um torkennilegan hlut við Olís við Sæbraut. Sprengjusveit ríkislögreglustjóra var send á svæðið. 

Mbl.is greinir frá þessu. 

„Lögreglan sem fór á staðinn mat það sem það þannig að það þyrfti að fá sérfræðinga frá ríkislögreglustjóra á vettvang til þess að meta þennan hlut. Þannig að það varð smá ástand en það er búið að aflétta því. Málið er komið í rannsóknarfasa. 

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er að sögn Ásgeirs en í frétt mbl.is kemur fram að maður sem sýndi af sér undarlega hegðun hafi verið á svæðinu þegar tilkynnt var um hlutinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×