Ótrúlegar tilviljanir lituðu sigur Þorláks Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2022 19:28 Liðsmenn Þorláks íklæddir fagurbláum treyjum liðsins við leiði vinar síns. Visir/einar Það var kraftaverki líkast þegar knattspyrnuliðið Þorlákur vann Boladeildina í knattspyrnu fyrr í vikunni, á afmælisdegi vinar liðsmanna sem féll fyrir eigin hendi - og liðið heitir eftir. Liðið fékk síðar að vita að sigurmarkið í hinum æsispennandi leik hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur heitinn kom í heiminn á sínum tíma. Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka. Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka.
Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira