„Það er búið að vera alveg svakalega gaman að ræða þessi mál í dag, ég gleðst auðvitað yfir því þegar Evrópusambandssinnar vilja ræða þessi mál efnislega. Við höfum auðvitað góðan málstað að verja þar,“ segir Diljá.
Hún segist hafa vilja sjá meira en handfylli þingmanna taka þátt í umræðunum, „en áhuginn hafi bara ekki verið meiri,“ segir Diljá.
Logi segir þá þriðjung þingmanna vera búinn að tala í dag en Samfylkingin muni tala meira um Evrópumálin í vetur.
Aðspurður hvort hann haldi að málið nái fram að ganga segist Logi verða að hafa trú á því að, „flokkar, sama hvað þeim finnst efnislega um Evrópusambandið, vilji bara treysta þjóðinni til þess að taka þessa ákvörðun á endanum. Og Diljá hlýtur að styðja það,“ segir Logi.
Diljá segir ólíklegt að hún myndi tala gegn eigin sannfæringu og „greiði leið fyrir Evrópusambandsaðild með þessum hætti en sannarlega hlakka til að taka áfram þessa umræðu í þingsal,“ segir Diljá að endingu.