Innlent

Hákon krón­prins kemur til Ís­lands í októ­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 49 ára Hákon er sonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar.
Hinn 49 ára Hákon er sonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Getty

Hákon, krónprins Noregs, mun heimsækja Ísland í næsta mánuði þar sem hann mun meðal annars sækja hina árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða.

Norska konungsfjölskyldan greinir frá þessu að því er segir í frétt Verdens Gang. Þar kemur ennfremur að Hákon muni einnig eiga fundi með fulltrúum atvinnulífsins þar sem áhersla sé lögð á grænar lausnir.

Krónprinsinn mun einnig halda á slóðir nýja hraunsins í Fagradalsfjalli í fylgd með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Ráðstefna Hringborðs norðurslóða fer fram dagana 13. til 16. október í Hörpu í Reykjavík.

Hinn 49 ára Hákon er sonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×