Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 08:35 Carlsen hætti þátttöku eftir skákina við Niemann. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila. Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila.
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira