Innlent

Bein út­sending: Aðal­fundur Pírata

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 10.
Fundurinn hefst klukkan 10.

Aðalfundur Pírata fer fram í dag klukkan 10 í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26. Flokkurinn fagnar tíu ára afmæli í nóvember og verður þema fundarins fortíð og framtíð Pírata á Íslandi.

Á fundinum verður kosið í framkvæmdastjórn Pírata ásamt öðrum ráðum og nefndum í innra starfi flokksins. Sveitarstjórnarfulltrúar og þingflokkur Pírata flytja kynningar um starfsemi sína og verður opnað á spurningar áhorfenda að lokum.

Fundurinn er í beinni útsendingu hér fyrir neðan en hann hefst klukkan 10 og lýkur klukkan 18.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×