Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 10:29 Valgarður L. Jónsson er forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira