Innlent

Stjórn­völd fresta fjár­festingar­á­taki í kvik­mynda­gerð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun á framlögum til Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndamiðstöðvar á næsta ári miðað við þetta ár. 
Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun á framlögum til Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndamiðstöðvar á næsta ári miðað við þetta ár.  vísir/vilhelm

Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna.

Kvikmyndamiðstöð vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni en þar kemur fram að í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1.093,9 milljóna króna framlagi til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljóni króna til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar. 

Um er að ræða talsverða lækkun frá þessu ári en í ár fékk Kvikmyndamiðstöð 151,5 milljóna króna framlag úr ríkissjóði og Kvikmyndasjóður 1.527 milljónir króna. 

Stjórnvöld hafa undanfarið hvatt erlenda sjónvarps- og kvikmyndaframleiðendur til að koma hingað til lands til kvikmyndagerðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra fundaði til að mynda með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix til að hvetja þá til kvimyndagerðar hér á landi. 


Tengdar fréttir

Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×