Bjóða fólki heim til sín að tína hamp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2022 20:09 Það eru allir velkomnir á bæinn Hrút í Ásahreppi rétt hjá Hellu til að tína hamp. Það þarf bara að setja sig í samband við Bergstein eða Sigríði Þóru á Facebook áður og láta þau vita. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira. Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira