Bjóða fólki heim til sín að tína hamp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2022 20:09 Það eru allir velkomnir á bæinn Hrút í Ásahreppi rétt hjá Hellu til að tína hamp. Það þarf bara að setja sig í samband við Bergstein eða Sigríði Þóru á Facebook áður og láta þau vita. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira. Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira