Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 07:00 Ragnar Erling Hermannsson leiðir ný samtök notenda fíkniefna. Vísir/Egill Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar. Fíkn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar.
Fíkn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira