Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 07:00 Ragnar Erling Hermannsson leiðir ný samtök notenda fíkniefna. Vísir/Egill Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar. Fíkn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar.
Fíkn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira