Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 23:01 Devon Allen á heimsmeistaramótinu í Oregon í sumar. Getty/Steph Chambers Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“ NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“
NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31
Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum