Brasilíski vinstri bakvörðurinn Renan Lodi verður að öllum líkindum sautjándi leikmaðurinn sem gengur í raðir Nottingham Forest í sumar. Hann kemur til félagsins á láni frá Atlético Madrid.
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Romano tekur þó fram að samningar milli félaganna séu enn ekki alveg í höfn.
Nottingham Forest are on the verge of reaching an agreement Atletico Madrid to sign Renan Lodi. Loan with €5m and €30m buy option will be included, as reported earlier today. 🚨🌳 #NFFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2022
Talks ongoing on player side - not fully agreed yet.
Atléti, working on Reguilón deal. pic.twitter.com/SpaXrT4uBm
Nottingham Forest mun greiða fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn, en samningurinn felur í sér að félagið geti keypt leikmanninn fyrir 30 milljónir punda að lánssamningnum loknum.
Lodi er 24 ára vinstri bakvörður sem hefur verið hjá Atlético Madrid frá árinu 2019. Hann hefur leikið 84 deildarleiki fyrir félagið og á einnig að baki 15 leiki fyrir brasilíska A-landsliðið.