Enski boltinn

Nýliðarnir að fá sautjánda leikmann sumarsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Renan Lodi verður að öllum líkindum sautjándi leikmaðurinn sem nýliðar Nottingham Forest fá í sínar raðir í sumar.
Renan Lodi verður að öllum líkindum sautjándi leikmaðurinn sem nýliðar Nottingham Forest fá í sínar raðir í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Nýliðar Nottingham Forest hafa vægast sagt verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar, en félagið er við það að fá sautjánda leikmann sumarsins til liðs við sig.

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Renan Lodi verður að öllum líkindum sautjándi leikmaðurinn sem gengur í raðir Nottingham Forest í sumar. Hann kemur til félagsins á láni frá Atlético Madrid.

Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Romano tekur þó fram að samningar milli félaganna séu enn ekki alveg í höfn.

Nottingham Forest mun greiða fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn, en samningurinn felur í sér að félagið geti keypt leikmanninn fyrir 30 milljónir punda að lánssamningnum loknum.

Lodi er 24 ára vinstri bakvörður sem hefur verið hjá Atlético Madrid frá árinu 2019. Hann hefur leikið 84 deildarleiki fyrir félagið og á einnig að baki 15 leiki fyrir brasilíska A-landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×