Enski boltinn

Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Antoine Semenyo benti dómaranum á hvaða áhorfandi hafði kallað inn á völlinn.
Antoine Semenyo benti dómaranum á hvaða áhorfandi hafði kallað inn á völlinn. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda.

Leikurinn var stöðvaður og liðin tóku sér vatnspásu á meðan dómarinn Anthony Taylor ræddi við fjórða dómarann, þjálfara og fyrirliða beggja liða.

Leikmenn voru síðan látnir vita af því sem hafði gerst áður en leikurinn hélt áfram, enginn mótmælti því.

Í sjónvarpsútsendingu sást að Semenyo benti dómaranum á hvaða áhorfandi þetta hefði verið. Í hálfleik minnti vallarþulurinn á að fótbolti væri leikur án fordóma.

Enska úrvalsdeildin staðfesti svo að leikurinn hefði verið stöðvaður vegna kynþáttaníðs sem beindist að Semenyo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×