Fótbolti

Miloš tekur við Rauðu stjörnunni eftir að Stan­ko­vić sagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Miloš Milojević á Víkingsvelli fyrr í sumar.
Miloš Milojević á Víkingsvelli fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Miloš Milojević er tekinn við Rauðu Stjörnunni. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2019 til 2021 en þjálfaraferill hans hófst hér á landi er hann þjálfaði yngri flokka Víkings og svo meistaraflokk félagsins í kjölfarið. Hann færði sig yfir til Breiðabliks áður en leið hans lá til Svíþjóðar.

Goðsögnin Dejan Stan­ko­vić sagði starfi sínu lausu eftir að hafa mistekist að koma Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð. Liðið mun leika í H-riðli Evrópudeildarinnar ásamt Mónakó, Ferencvaros og Trabzonspor en að var ekki nóg fyrir Stan­ko­vić sem sagðist tómur að innan eftir að hafa mistekist ætlunarverk sitt.

Miloš þekkir vel til hjá Rauðu stjörnunni eftir að hafa aðstoðað Stan­ko­vić í tvö ár áður en hann fór til Svíþjóðar þar sem hann stýrði Hammarby og svo Malmö. Hann mætti með síðarnefnda liðið hingað til lands er það sló Íslands- og bikarmeistara Víkings með herkjum úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu. 

Slakt gengi Malmö í upphafi leiktíðar þýddi að Miloš var látinn taka poka sinn en þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Hann er nú mættur aftur til heimalandsins þar sem hann mun stýra Rauðu stjörnunni út þetta tímabil hið minnsta en ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða. 

Rauða stjarnan er ríkjandi deildar- og bikarmeistari í Serbíu. Þá trónir liðið á toppi úrvalsdeildarinnar þar í landi með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og markatöluna 21-1.


Tengdar fréttir

Milos rekinn frá Malmö

Milos Milojevic hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara sænska meistaraliðsins Malmö.

Stuðningsmenn Malmö krefjast þess að Milos segi af sér

Malmö datt afar óvænt úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn litháíska liðinu Zalgiris, eftir 0-2 tap á heimavelli. Er þetta fyrsta tap Malmö á Eleda vellinum í forkeppni í Evrópu en völlurinn var vígður árið 2009.

Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli

Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri.

Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×