Laura Whitmore segir skilið við Love Island Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 23:14 Laura Whitmore hyggst snúa sér að öðrum verkefnum í haust. Getty/David M. Benett Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira