Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 14:13 Birta Þórhalladóttir hleypur fyrir Gleym mér ei. Bítið Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“ Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“
Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“