Fjórtán ára sögu „Veistu hver ég var?“ að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2022 09:28 Siggi Hlö í Bylgjustúdíóinu við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, hefur ákveðið að hætta með útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem hefur verið á dagskrá Bylgjunnar síðdegis á laugardögum síðastliðin fjórtán ár. Siggi segir að hann hafi verið kominn í það flókin störf annars staðar að hann hafi orðið að hætta, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Visitor. „Líf mitt hefur snúist um útvarp á laugardögum í allan þennan tíma. Ég sé ekki eftir mínútu, en ég held að ég sé búinn að skila mínu í stuðpottinn.“ Siggi segir að þátturinn hafi byrjað að skilgreina sig sjálfur fljótlega eftir að hann byrjaði. „Það var nú ekki frá mér komið en þetta varð að „hamingjustund þjóðarinnar“.“ Aðspurður um ástæður vinsælda þáttanna segir hann að það kunni að vera að þarna hafi ekki verið verið rætt um neina pólitík. „Það var engin pólitík og enginn bölmóður. Bara stuð. Þjóðin fékk þarna smá hlé frá sínu daglega amstri.“ Þáttur Sigga hefur verið einn sá allra vinsælasti hjá þjóðinni allan tímann sem hann hefur verið í loftinu. Í þáttunum var sérstaklega einblínt á tónlist frá níunda áratugnum, en Siggi vill þó ekki svara spurningunni um hvaða lag frá þessum tíma sé best. „„Eighties-ið er einfaldlega best. En maður getur ekkert gert upp á milli barna sinna. Þetta eru mörg og falleg börn.“ Þakkar konunni Siggi segist á þessum tímamótum vilja þakka konunni sérstaklega fyrir þá þolinmæði sem hún hafi sýnt honum, enda hafi allir þessir laugardagar verið undirlagðir þættinum. Þau eigi brátt þrjátíu ára brúðkaupsafmæli. „Þetta var alltaf átta tíma undirbúningur fyrir hvern þátt og handrit hvers þáttar telur þrettán síður. Það kostar þrek og tár að vera á toppnum.“ Síðasti þátturinn fer í loftið laugardaginn 27. ágúst næstkomandi, milli 16 og 18:30 líkt og vanalega. Hann segir að þættirnir séu alls orðnir um 750 talsins og í þau fáu skipti sem Siggi hafi ekki stýrt þættinum hafi Ívar Guðmunds fyllt skarðið. En hvað ætlarðu þá að gera laugardaginn 3. september? „Þá verð ég staddur í bestu borg í heimi, Manchester. Þá er heimaleikur gegn Arsenal. Ég hlakka mikið til,“ segir Siggi, sem er einn mesti stuðningsmaður Manchester United á landinu. Wild Boys Ómissandi hluti af Veistu hver ég var? í gegnum árin hefur verið að heyra í hressum Íslendingum í sumarbústöðum. Eitt eftirminnilegasta atvik í sögu þáttarins var einmitt þegar Siggi hringdi í sumarbústað í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta átti sér stað eftir alþingiskosningarnar 2013 en þeir kappkostuðu þá við að mynda ríkisstjórn í bústað á Þingvöllum. Bjarni svaraði í símann og þegar Siggi bað þá um að velja óskalag kom í ljós að þeir höfðu rætt það ítarlega og ákveðið að lagið skyldi vera Wild Boys með Duran Duran. Klippa: Siggi Hlö hringir í bústaðinn til Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs Yfirlýsing Sigga Hlö sem hann birti á Facebook í morgun: Kæru vinir, Það hlaut að koma að því. Síðasti þátturinn af Veistu hver ég var? á Bylgjunni fer í loftið laugardaginn 27. ágúst nk. Ég hef ákveðið að hætta með þáttinn. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Þetta hafa verið frábær rúmlega 14 ár sem við höfum verið saman alla laugardaga. Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum. Ég hef verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjölmiðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað framtíðin færir okkur. Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlustendur og auðmjúkur segi ég - Takk! Hlö Out. Vísir er í eigu Sýnar sem rekur einnig útvarpsstöðina Bylgjuna. Tímamót Fjölmiðlar Bylgjan Tengdar fréttir Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum "Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. 11. maí 2013 19:29 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Siggi segir að hann hafi verið kominn í það flókin störf annars staðar að hann hafi orðið að hætta, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Visitor. „Líf mitt hefur snúist um útvarp á laugardögum í allan þennan tíma. Ég sé ekki eftir mínútu, en ég held að ég sé búinn að skila mínu í stuðpottinn.“ Siggi segir að þátturinn hafi byrjað að skilgreina sig sjálfur fljótlega eftir að hann byrjaði. „Það var nú ekki frá mér komið en þetta varð að „hamingjustund þjóðarinnar“.“ Aðspurður um ástæður vinsælda þáttanna segir hann að það kunni að vera að þarna hafi ekki verið verið rætt um neina pólitík. „Það var engin pólitík og enginn bölmóður. Bara stuð. Þjóðin fékk þarna smá hlé frá sínu daglega amstri.“ Þáttur Sigga hefur verið einn sá allra vinsælasti hjá þjóðinni allan tímann sem hann hefur verið í loftinu. Í þáttunum var sérstaklega einblínt á tónlist frá níunda áratugnum, en Siggi vill þó ekki svara spurningunni um hvaða lag frá þessum tíma sé best. „„Eighties-ið er einfaldlega best. En maður getur ekkert gert upp á milli barna sinna. Þetta eru mörg og falleg börn.“ Þakkar konunni Siggi segist á þessum tímamótum vilja þakka konunni sérstaklega fyrir þá þolinmæði sem hún hafi sýnt honum, enda hafi allir þessir laugardagar verið undirlagðir þættinum. Þau eigi brátt þrjátíu ára brúðkaupsafmæli. „Þetta var alltaf átta tíma undirbúningur fyrir hvern þátt og handrit hvers þáttar telur þrettán síður. Það kostar þrek og tár að vera á toppnum.“ Síðasti þátturinn fer í loftið laugardaginn 27. ágúst næstkomandi, milli 16 og 18:30 líkt og vanalega. Hann segir að þættirnir séu alls orðnir um 750 talsins og í þau fáu skipti sem Siggi hafi ekki stýrt þættinum hafi Ívar Guðmunds fyllt skarðið. En hvað ætlarðu þá að gera laugardaginn 3. september? „Þá verð ég staddur í bestu borg í heimi, Manchester. Þá er heimaleikur gegn Arsenal. Ég hlakka mikið til,“ segir Siggi, sem er einn mesti stuðningsmaður Manchester United á landinu. Wild Boys Ómissandi hluti af Veistu hver ég var? í gegnum árin hefur verið að heyra í hressum Íslendingum í sumarbústöðum. Eitt eftirminnilegasta atvik í sögu þáttarins var einmitt þegar Siggi hringdi í sumarbústað í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta átti sér stað eftir alþingiskosningarnar 2013 en þeir kappkostuðu þá við að mynda ríkisstjórn í bústað á Þingvöllum. Bjarni svaraði í símann og þegar Siggi bað þá um að velja óskalag kom í ljós að þeir höfðu rætt það ítarlega og ákveðið að lagið skyldi vera Wild Boys með Duran Duran. Klippa: Siggi Hlö hringir í bústaðinn til Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs Yfirlýsing Sigga Hlö sem hann birti á Facebook í morgun: Kæru vinir, Það hlaut að koma að því. Síðasti þátturinn af Veistu hver ég var? á Bylgjunni fer í loftið laugardaginn 27. ágúst nk. Ég hef ákveðið að hætta með þáttinn. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Þetta hafa verið frábær rúmlega 14 ár sem við höfum verið saman alla laugardaga. Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum. Ég hef verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjölmiðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað framtíðin færir okkur. Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlustendur og auðmjúkur segi ég - Takk! Hlö Out. Vísir er í eigu Sýnar sem rekur einnig útvarpsstöðina Bylgjuna.
Kæru vinir, Það hlaut að koma að því. Síðasti þátturinn af Veistu hver ég var? á Bylgjunni fer í loftið laugardaginn 27. ágúst nk. Ég hef ákveðið að hætta með þáttinn. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Þetta hafa verið frábær rúmlega 14 ár sem við höfum verið saman alla laugardaga. Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum. Ég hef verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjölmiðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað framtíðin færir okkur. Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlustendur og auðmjúkur segi ég - Takk! Hlö Out.
Tímamót Fjölmiðlar Bylgjan Tengdar fréttir Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum "Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. 11. maí 2013 19:29 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum "Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. 11. maí 2013 19:29