Lífið

Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman

Elísabet Hanna skrifar
Florence Pugh og Zack Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samband.
Florence Pugh og Zack Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Getty/Daniele Venturelli / Mike Coppola

Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“

„Við höfum verið að reyna að fara í gegnum þessi sambandsslit án þess að heimurinn viti það því þetta hefur verið samband sem allir hafa skoðun á,“ útskýrði hún í viðtali við Harpers Bazaar. Hún bætir því við að þeim hafi liðið eins og það að heyra ánægju netverja yfir sambandsslitunum myndi ekki hjálpa þeim á tímamótunum. 

„Mér finnst að fólk, bara vegna þess að það hefur þessa vinnu, ætti ekki að þurfa að láta fylgjast með og skrifa um alla þætti lífs þeirra. Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt,“ segir hún um starf sitt sem leikkona.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.