Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. ágúst 2022 15:20 Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að það þurfi að ræða almennilega hver heildarávinningur efnistökunnar sé. Vísir/Egill Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi. Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi.
Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira