Erlent

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot.
Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. AP/Eranga Jayawardena

Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins.

Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot.

Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters.

Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota.

Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW.

Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum.

Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum

Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína.


Tengdar fréttir

Hefur beðið í röð eftir elds­neyti í tíu daga

Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu.

Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina

Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×