Er enn að vinna úr því að hafa lifað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2025 09:52 Sóley heimsækir Flateyri oft, aðallega á sumrin. „Tilfinning mín til staðarins er jákvæð,“ segir hún. „Þetta er þorpið mitt.“ „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Sóley skrifaði BA ritgerðina sína um snjóflóðið, sem féll um klukkan fjögur um morguninn 26. október árið 1995, og síðar bókina Nóttin sem öllu breytti. Sóley hefur verið mjög opinská um reynslu sína og margoft tjáð sig um harmleikinn í fjölmiðlum. Hún starfar sem markþjálfi og aðstoðar fólk, sérstaklega konur, sem glíma við lágt sjálfsmat. Þar byggir hún á eigin reynslu en Sóley segir að það sé aðeins á síðustu árum sem hún hafi farið að átta sig á því hversu mikið áfallið sat ennþá í henni. „Ég gekk í gegnum hálfgerða andlega vakningu fyrir nokkrum árum, þar sem ég átta mig á því að ég er ennþá með „survivors guilt“. Og að það sé ennþá að hafa áhrif á mig eftir allan þennan tíma,“ útskýrir hún. „Þá þurfti ég að fara í rosalega mikla sjálfsvinnu og átta mig á því að ég er ekki ennþá búin að fyrirgefa mér. Fyrir að hafa lifað af.“ Sóley bjó við Unnarstíg 2 og var heima sofandi þegar snjóflóðið féll, ásamt Svönu og Halldóri vini hennar, sem einnig fórst. Hún lýsir því í bókinni þegar hún hrökk upp við mikinn hávaða og sá „hvíta öldu“ koma inn um rúðurnar þegar þær sprungu. „Þegar ég komst aftur til sjálfrar mín áttaði ég mig strax á því að ég hefði lent í snjóflóði. Ég var föst. Lá á maganum með hendurnar undir mér. Ég fann að fæturnir voru alveg fastir, eins og steyptir niður í þéttann snjóinn en við andlit mitt var örlítið andrými, kannski 10-20 cm. Útveggur hafði fallið niður fyrir ofan mig en skorðaðist á einhverju rauðu braki og inni í þessu litla rými lá ég. Ég fylltist ofsahræðslu og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum eftir hjálp.“ Reið út í alheiminn Að sögn Sóleyjar þjáðist hún sjálf af lágu sjálfsmati þegar hún var barn og þegar hún fór að vinna í sjálfri sér fann hún hversu sterk tilfinningin var og hvernig hún braust út í kjölfar snjóflóðsins. „Stóra systir mín, sem mér fannst vera svo falleg og frábær og vinsæl... Ég var svo reið út í alheiminn að hún skyldi hafa farið og ekki ég,“ segir Sóley um tilfinninguna sem hún upplifði fyrir þrjátíu árum og virðist hafa fylgt henni þar til nú. „Og ég þurfti bara svolítið að horfa í spegilinn og átta mig á því að ég hafði ekkert endilega verið voða góð við sjálfa mig sem barn. Að vera með svona harðar sjálfsásakanir. Ég barði sjálfa mig niður: „Þú ert ekki nógu góð. Þú áttir ekki skilið að lifa.“ Ég áttaði mig á því mjög seint að þetta var eitthvað sem ég var að bera með mér og að þetta var að halda aftur af mér.“ Spurð að því hvort það hafi reynst flókið að vinna úr áfallinu, þar sem hún upplifði sjálf að lenda í flóðinu og þurfti einnig að syrgja systur sína og frænku, segir Sóley áfallið hafa reynst margþætt og marglaga. „Þetta er sorg og þetta er missir og þetta er líka mitt áfall, að vera föst,“ segir hún en níu tímar liðu frá því að flóðið féll og þar til Sóley fannst. „Og svo eins og ég tala um í bókinni, og hef talað um áður, þá er það þetta sem gerist eftir á; þar sem ég á að fá að hitta fjölskylduna mína en fæ ekki að hitta hana. Það hefur kannski reynst stærsta sárið í gegnum árin og er eitthvað sem ég á enn erfitt með að tala um.“ Sóley er þarna að vísa til þess að þegar snjóflóðið féll voru foreldrar hennar á Akureyri en í stað þess að vera flogið þangað var hún flutt á Ísafjörð. Foreldrar hennar biðu þannig á flugvellinum í bænum eftir yngri dóttur sinni sem aldrei kom, eftir að hafa frétt að eldri dóttir þeirra var dáin. Að sögn Sóleyjar muna þau lítið eftir þessu í dag en bróðir hennar man eftir að móðir þeirra hafi spurt: „Af hverju kemur barnið ekki til okkar?“ „Þetta er djúpt sár fyrir barn,“ segir Sóley. „Ég var óörugg og vantaði einhvern til að passa upp á mig en fæ það ekki.“ Hefði aldrei viljað skipta og bíða Sóley segist lengi hafa velt því fyrir sér hvort hún myndi komast heil út úr áfallinu. „Maður var svo lengi að skilja hvað gerðist. Þetta var heimilið manns og allt í einu er allt farið. Og þú þarft að byrja alveg upp á nýtt. Ég held að fólk skilji ekki hversu mikið áfall þetta er. Maður reynir að útskýra það en það er ekki hægt að koma því í orð,“ segir hún. Í Nóttin sem öllu breytti má þó finna stutta en áhrifamikla lýsingu á upplifun hinnar ellefu ára gömlu Sóleyjar, þegar hún hrökk upp eftir stuttan svefn á sjúkrastofunni á Ísafirði, eftir að hafa dreymt snjóflóð: „Þetta var allt svo óraunverulegt. Barnshugurinn náði varla utan um þá staðreynd að daginn áður átti ég heimili, fjölskyldu og líf í einhvers konar skorðum. Nú lá ég hér ein. Systir mín var dáin, frænka mín líka og svo margir aðrir sem ég þekkti. Fólkið mitt víðs fjarri og heimilið horfið. Allt farið. Þetta var eiginlega of mikið að melta.“ Forsíða Morgunblaðsins 27. október 1995. Spurð að því hvort hún muni þetta enn, atburðina þessa nótt og tilfinningarnar sem bærðust innra með henni, segir hún það verða óskýrara með árunum. „Ég man til dæmis að ég lá á sjúkrarúminu. Og ég man að þau rúlluðu sjónvarpi inn til okkar svo við gætum fylgst með fréttunum. Og ég man eftir að hafa verið hrædd, því við vorum undir fjallshlíð. En margt er farið að gleymast.“ Sóley man hins vegar vel eftir því að hafa verið í sjokki eftir að hafa ekki fengið að fara til foreldra sinna. „Það var búið að segja: „Þú ert að fara til foreldra þinna.“ En svo var bara farið með mig á Ísafjörð og ég vissi aldrei af hverju. Það var aldrei útskýrt.“ Ef marka má frásögn Sóleyjar er ýmislegt sem hefði mátt fara betur. Það liðu til að mynda þrjár klukkustundir milli þess að Svana fannst látin og að foreldrar hennar voru látnir vita. „Þau sitja bara í áfalli við símann og bíða. Maður getur rétt ímyndað sér að þetta hafi verið hræðileg bið,“ segir hún. Sjálf átti Sóley í raun ekki að vera heima þessa nótt, heldur í pössun hjá vinafólki foreldra sinna. Þau sáu mikið eftir því að hafa leyft henni að fara heim með systur sinni þennan dag en sjálf segist Sóley ekki hefðu viljað breyta neinu hvað það varðar. „Ég hefði aldrei viljað skipta og ekki lenda í flóðinu og vera bara einhvers staðar að bíða,“ segir hún. „Ég myndi alltaf velja frekar mína lífsreynslu; að vera föst í níu tíma. Þetta er alveg tráma sem er fast í líkamanum og fylgir manni alla ævi en ég hefði aldrei viljað vera einhvers staðar og bíða milli vonar og ótta. Ég get ekki ímyndað mér neitt hryllilegra.“ „Þetta er náttúrlega bara lífið mitt“ Það er eitt sem blaðamanni leikur forvitni á að vita, meðvitaður um eigin sök: Hvernig er að vera beðin um að rifja harmleikinn upp, með reglulegu millibili? Af blaðamönnum og öðrum? Er það erfitt eða er þetta bara partur af lífinu hvort eð er? „Þetta er náttúrlega bara lífið mitt,“ svarar Sóley. „Ég get ekkert rosalega mikið skilið mig frá þessu. Og það þarf að tala við einhvern og af hverju ekki mig? Ég á auðveldara að tala um þetta en margir aðrir. Og ég held að þetta sé hálfgert „mission“ hjá mér; að halda þessu lifandi, að hvetja til þess að við lærum sem mest.“ Húsarústir blöstu við í morgunsárið og sjá mátti innanstokksmuni á víð og dreif. Sjálf áttaði Sóley sig á því á meðan hún var föst að barnahús sem faðir hennar smíðaði og var úti í garði, var allt í einu komið mölbrotið inn í rúm til hennar. Sóley vinnur nú að gerð heimildarmyndar ásamt Daníel Bjarnasyni, sem leikstýrði heimildarmyndinni Fjallið það öskrar um snjóflóðið í Súðavík. Fjórtán létust í þeim hamförum, sem átti sér stað 16. janúar 1995, níu mánuðum áður en hörmungarnar dundu á Flateyringum. Sóley og fjölskylda hennar hafa einnig barist fyrir því að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka snjóflóðið á Flateyri en slík nefnd var skipuð vegna Súðarvíkur í fyrra og tók til starfa í ársbyrjun. „Manni finnst hálfundarlegt að það séu gerðar rannsóknir á umferðarslysum og flugslysum og sjóslysum en þegar það verða svona gríðarlegar náttúruhamfarið þá sé ekki verið að nota tækifærið og læra af þessu,“ segir hún. Sóley hefur einnig verið að lesa Nóttin sem öllu breytti inn á band og hún er nú komin út sem hljóðbók á Storytel. Hún segir það hafa vakið blendnar tilfinningar; hún hafi alltaf séð fyrir sér að lesa bókina sjálf þar sem hún sé skrifuð í fyrstu persónu en á sama tíma hafi hún velt því fyrir sér hvers vegna hún væri alltaf að leggja það á sig að rifja þetta upp. Svarið sé hins vegar einfalt: „Mér líður eins og ég eigi að vera að gera þetta. Að það sé minn tilgangur að vinna með þetta og koma þessu frá mér.“ „Ég bara gekk í gegnum eitthvað helvíti“ Að sögn Sóleyjar virðast þeir sem upplifðu hamfarirnar sumir muna þær vel en aðrir vera farnir að gleyma. Hún lýsir því sjálf að hafa upplifað það í gegnum tíðina að eitthvað gerist sem rífi upp sár og segist hafa upplifað þá tilfinningu þegar hún las bókina aftur á dögunum. Maðurinn sem fann Sóleyju í snjófarginu sagði henni ósatt og sannfærði hana um að systir hennar væri á lífi. Síðar reit hann foreldrum hennar bréf, sem er birt í bókinni. „Við fáum þetta bréf frá honum og ég skil hann alveg,“ útskýrir Sóley. „Auðvitað var hann bara að reyna að halda mér rólegri. Þú veist, ég er bara ellefu ára en ég einhvern veginn sýndi þessu voðalega mikinn skilning. En svo þegar ég les bókina þá bara sé ég þetta: Vá hvað þetta barn þurfti að ganga í gegnum mikið. Þá varð ég bara reið fyrir hönd litlu Sóleyjar. Þetta er náttúrulega ótrúlegt sjokk, að halda að það sé allt í lagi með systur þína og svo bara nei.“ Sóley man það að hafa hitt frænku sína sem var tíu ára og sagt henni að hún hafi lent í snjóflóði. Frænkan hafi svarað að já, hún lenti líka í snjóflóði. Það er eins og það hafi ekki verið fyrr en þá að Sóley áttaði sig á því að fleiri hefðu lent í flóðinu. „Þá fór ég bara að hugsa: Ha... þá hlýtur systir mín líka að vera týnd.“ Hvert sjokkið hafi síðan dunið yfir á fætur öðru. Á myndum og myndskeiðum má sjá björgunarsveitarmenn, og raunar alla sem gátu vettlingi valdið, grafa af miklum ákafa. Síðasta fórnarlambið fannst um tólf tímum eftir að flóðið féll. „Ég bara gekk í gegnum eitthvað helvíti,“ segir Sóley. „Og það er ekkert skrýtið að maður sé, ja ég ætla ekki að segja skemmdur, en það er alls konar sem maður er með í bakpokanum og maður er að þvælast með á fullorðinsaldri. Sem maður áttar sig ekkert endilega á.“ Þegar hún lítur til baka segist Sóley í raun hafa verið að harka af sér, í staðinn fyrir að leyfa sér að upplifa allan tilfinningaskalann. Hún hafi til að mynda ekki getað grátið, heldur myndað varnarvegg um sjálfa sig. „Ég hef alltaf verið rosalega dugleg að tala um þetta en ef þú leyfir þér ekki að finna þá er það ekkert nóg. Það er ekki hægt að tala sig úr sársaukanum en það er hægt að „finna“ sig úr honum. Ég hef bara þurft að læra þetta. Ég er að leyfa mér að upplifa tilfinningarnar mínar og ekki bara setja upp einhverja grímu og vera sterk og dugleg. Mér finnst það ekkert eftirsóknarvert lengur. Það er miklu flottara að upplifa bara tilfinningar sínar. Það er ekkert að græða á hinu. Það er ekkert skemmtilegt líf.“ Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Sóley skrifaði BA ritgerðina sína um snjóflóðið, sem féll um klukkan fjögur um morguninn 26. október árið 1995, og síðar bókina Nóttin sem öllu breytti. Sóley hefur verið mjög opinská um reynslu sína og margoft tjáð sig um harmleikinn í fjölmiðlum. Hún starfar sem markþjálfi og aðstoðar fólk, sérstaklega konur, sem glíma við lágt sjálfsmat. Þar byggir hún á eigin reynslu en Sóley segir að það sé aðeins á síðustu árum sem hún hafi farið að átta sig á því hversu mikið áfallið sat ennþá í henni. „Ég gekk í gegnum hálfgerða andlega vakningu fyrir nokkrum árum, þar sem ég átta mig á því að ég er ennþá með „survivors guilt“. Og að það sé ennþá að hafa áhrif á mig eftir allan þennan tíma,“ útskýrir hún. „Þá þurfti ég að fara í rosalega mikla sjálfsvinnu og átta mig á því að ég er ekki ennþá búin að fyrirgefa mér. Fyrir að hafa lifað af.“ Sóley bjó við Unnarstíg 2 og var heima sofandi þegar snjóflóðið féll, ásamt Svönu og Halldóri vini hennar, sem einnig fórst. Hún lýsir því í bókinni þegar hún hrökk upp við mikinn hávaða og sá „hvíta öldu“ koma inn um rúðurnar þegar þær sprungu. „Þegar ég komst aftur til sjálfrar mín áttaði ég mig strax á því að ég hefði lent í snjóflóði. Ég var föst. Lá á maganum með hendurnar undir mér. Ég fann að fæturnir voru alveg fastir, eins og steyptir niður í þéttann snjóinn en við andlit mitt var örlítið andrými, kannski 10-20 cm. Útveggur hafði fallið niður fyrir ofan mig en skorðaðist á einhverju rauðu braki og inni í þessu litla rými lá ég. Ég fylltist ofsahræðslu og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum eftir hjálp.“ Reið út í alheiminn Að sögn Sóleyjar þjáðist hún sjálf af lágu sjálfsmati þegar hún var barn og þegar hún fór að vinna í sjálfri sér fann hún hversu sterk tilfinningin var og hvernig hún braust út í kjölfar snjóflóðsins. „Stóra systir mín, sem mér fannst vera svo falleg og frábær og vinsæl... Ég var svo reið út í alheiminn að hún skyldi hafa farið og ekki ég,“ segir Sóley um tilfinninguna sem hún upplifði fyrir þrjátíu árum og virðist hafa fylgt henni þar til nú. „Og ég þurfti bara svolítið að horfa í spegilinn og átta mig á því að ég hafði ekkert endilega verið voða góð við sjálfa mig sem barn. Að vera með svona harðar sjálfsásakanir. Ég barði sjálfa mig niður: „Þú ert ekki nógu góð. Þú áttir ekki skilið að lifa.“ Ég áttaði mig á því mjög seint að þetta var eitthvað sem ég var að bera með mér og að þetta var að halda aftur af mér.“ Spurð að því hvort það hafi reynst flókið að vinna úr áfallinu, þar sem hún upplifði sjálf að lenda í flóðinu og þurfti einnig að syrgja systur sína og frænku, segir Sóley áfallið hafa reynst margþætt og marglaga. „Þetta er sorg og þetta er missir og þetta er líka mitt áfall, að vera föst,“ segir hún en níu tímar liðu frá því að flóðið féll og þar til Sóley fannst. „Og svo eins og ég tala um í bókinni, og hef talað um áður, þá er það þetta sem gerist eftir á; þar sem ég á að fá að hitta fjölskylduna mína en fæ ekki að hitta hana. Það hefur kannski reynst stærsta sárið í gegnum árin og er eitthvað sem ég á enn erfitt með að tala um.“ Sóley er þarna að vísa til þess að þegar snjóflóðið féll voru foreldrar hennar á Akureyri en í stað þess að vera flogið þangað var hún flutt á Ísafjörð. Foreldrar hennar biðu þannig á flugvellinum í bænum eftir yngri dóttur sinni sem aldrei kom, eftir að hafa frétt að eldri dóttir þeirra var dáin. Að sögn Sóleyjar muna þau lítið eftir þessu í dag en bróðir hennar man eftir að móðir þeirra hafi spurt: „Af hverju kemur barnið ekki til okkar?“ „Þetta er djúpt sár fyrir barn,“ segir Sóley. „Ég var óörugg og vantaði einhvern til að passa upp á mig en fæ það ekki.“ Hefði aldrei viljað skipta og bíða Sóley segist lengi hafa velt því fyrir sér hvort hún myndi komast heil út úr áfallinu. „Maður var svo lengi að skilja hvað gerðist. Þetta var heimilið manns og allt í einu er allt farið. Og þú þarft að byrja alveg upp á nýtt. Ég held að fólk skilji ekki hversu mikið áfall þetta er. Maður reynir að útskýra það en það er ekki hægt að koma því í orð,“ segir hún. Í Nóttin sem öllu breytti má þó finna stutta en áhrifamikla lýsingu á upplifun hinnar ellefu ára gömlu Sóleyjar, þegar hún hrökk upp eftir stuttan svefn á sjúkrastofunni á Ísafirði, eftir að hafa dreymt snjóflóð: „Þetta var allt svo óraunverulegt. Barnshugurinn náði varla utan um þá staðreynd að daginn áður átti ég heimili, fjölskyldu og líf í einhvers konar skorðum. Nú lá ég hér ein. Systir mín var dáin, frænka mín líka og svo margir aðrir sem ég þekkti. Fólkið mitt víðs fjarri og heimilið horfið. Allt farið. Þetta var eiginlega of mikið að melta.“ Forsíða Morgunblaðsins 27. október 1995. Spurð að því hvort hún muni þetta enn, atburðina þessa nótt og tilfinningarnar sem bærðust innra með henni, segir hún það verða óskýrara með árunum. „Ég man til dæmis að ég lá á sjúkrarúminu. Og ég man að þau rúlluðu sjónvarpi inn til okkar svo við gætum fylgst með fréttunum. Og ég man eftir að hafa verið hrædd, því við vorum undir fjallshlíð. En margt er farið að gleymast.“ Sóley man hins vegar vel eftir því að hafa verið í sjokki eftir að hafa ekki fengið að fara til foreldra sinna. „Það var búið að segja: „Þú ert að fara til foreldra þinna.“ En svo var bara farið með mig á Ísafjörð og ég vissi aldrei af hverju. Það var aldrei útskýrt.“ Ef marka má frásögn Sóleyjar er ýmislegt sem hefði mátt fara betur. Það liðu til að mynda þrjár klukkustundir milli þess að Svana fannst látin og að foreldrar hennar voru látnir vita. „Þau sitja bara í áfalli við símann og bíða. Maður getur rétt ímyndað sér að þetta hafi verið hræðileg bið,“ segir hún. Sjálf átti Sóley í raun ekki að vera heima þessa nótt, heldur í pössun hjá vinafólki foreldra sinna. Þau sáu mikið eftir því að hafa leyft henni að fara heim með systur sinni þennan dag en sjálf segist Sóley ekki hefðu viljað breyta neinu hvað það varðar. „Ég hefði aldrei viljað skipta og ekki lenda í flóðinu og vera bara einhvers staðar að bíða,“ segir hún. „Ég myndi alltaf velja frekar mína lífsreynslu; að vera föst í níu tíma. Þetta er alveg tráma sem er fast í líkamanum og fylgir manni alla ævi en ég hefði aldrei viljað vera einhvers staðar og bíða milli vonar og ótta. Ég get ekki ímyndað mér neitt hryllilegra.“ „Þetta er náttúrlega bara lífið mitt“ Það er eitt sem blaðamanni leikur forvitni á að vita, meðvitaður um eigin sök: Hvernig er að vera beðin um að rifja harmleikinn upp, með reglulegu millibili? Af blaðamönnum og öðrum? Er það erfitt eða er þetta bara partur af lífinu hvort eð er? „Þetta er náttúrlega bara lífið mitt,“ svarar Sóley. „Ég get ekkert rosalega mikið skilið mig frá þessu. Og það þarf að tala við einhvern og af hverju ekki mig? Ég á auðveldara að tala um þetta en margir aðrir. Og ég held að þetta sé hálfgert „mission“ hjá mér; að halda þessu lifandi, að hvetja til þess að við lærum sem mest.“ Húsarústir blöstu við í morgunsárið og sjá mátti innanstokksmuni á víð og dreif. Sjálf áttaði Sóley sig á því á meðan hún var föst að barnahús sem faðir hennar smíðaði og var úti í garði, var allt í einu komið mölbrotið inn í rúm til hennar. Sóley vinnur nú að gerð heimildarmyndar ásamt Daníel Bjarnasyni, sem leikstýrði heimildarmyndinni Fjallið það öskrar um snjóflóðið í Súðavík. Fjórtán létust í þeim hamförum, sem átti sér stað 16. janúar 1995, níu mánuðum áður en hörmungarnar dundu á Flateyringum. Sóley og fjölskylda hennar hafa einnig barist fyrir því að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka snjóflóðið á Flateyri en slík nefnd var skipuð vegna Súðarvíkur í fyrra og tók til starfa í ársbyrjun. „Manni finnst hálfundarlegt að það séu gerðar rannsóknir á umferðarslysum og flugslysum og sjóslysum en þegar það verða svona gríðarlegar náttúruhamfarið þá sé ekki verið að nota tækifærið og læra af þessu,“ segir hún. Sóley hefur einnig verið að lesa Nóttin sem öllu breytti inn á band og hún er nú komin út sem hljóðbók á Storytel. Hún segir það hafa vakið blendnar tilfinningar; hún hafi alltaf séð fyrir sér að lesa bókina sjálf þar sem hún sé skrifuð í fyrstu persónu en á sama tíma hafi hún velt því fyrir sér hvers vegna hún væri alltaf að leggja það á sig að rifja þetta upp. Svarið sé hins vegar einfalt: „Mér líður eins og ég eigi að vera að gera þetta. Að það sé minn tilgangur að vinna með þetta og koma þessu frá mér.“ „Ég bara gekk í gegnum eitthvað helvíti“ Að sögn Sóleyjar virðast þeir sem upplifðu hamfarirnar sumir muna þær vel en aðrir vera farnir að gleyma. Hún lýsir því sjálf að hafa upplifað það í gegnum tíðina að eitthvað gerist sem rífi upp sár og segist hafa upplifað þá tilfinningu þegar hún las bókina aftur á dögunum. Maðurinn sem fann Sóleyju í snjófarginu sagði henni ósatt og sannfærði hana um að systir hennar væri á lífi. Síðar reit hann foreldrum hennar bréf, sem er birt í bókinni. „Við fáum þetta bréf frá honum og ég skil hann alveg,“ útskýrir Sóley. „Auðvitað var hann bara að reyna að halda mér rólegri. Þú veist, ég er bara ellefu ára en ég einhvern veginn sýndi þessu voðalega mikinn skilning. En svo þegar ég les bókina þá bara sé ég þetta: Vá hvað þetta barn þurfti að ganga í gegnum mikið. Þá varð ég bara reið fyrir hönd litlu Sóleyjar. Þetta er náttúrulega ótrúlegt sjokk, að halda að það sé allt í lagi með systur þína og svo bara nei.“ Sóley man það að hafa hitt frænku sína sem var tíu ára og sagt henni að hún hafi lent í snjóflóði. Frænkan hafi svarað að já, hún lenti líka í snjóflóði. Það er eins og það hafi ekki verið fyrr en þá að Sóley áttaði sig á því að fleiri hefðu lent í flóðinu. „Þá fór ég bara að hugsa: Ha... þá hlýtur systir mín líka að vera týnd.“ Hvert sjokkið hafi síðan dunið yfir á fætur öðru. Á myndum og myndskeiðum má sjá björgunarsveitarmenn, og raunar alla sem gátu vettlingi valdið, grafa af miklum ákafa. Síðasta fórnarlambið fannst um tólf tímum eftir að flóðið féll. „Ég bara gekk í gegnum eitthvað helvíti,“ segir Sóley. „Og það er ekkert skrýtið að maður sé, ja ég ætla ekki að segja skemmdur, en það er alls konar sem maður er með í bakpokanum og maður er að þvælast með á fullorðinsaldri. Sem maður áttar sig ekkert endilega á.“ Þegar hún lítur til baka segist Sóley í raun hafa verið að harka af sér, í staðinn fyrir að leyfa sér að upplifa allan tilfinningaskalann. Hún hafi til að mynda ekki getað grátið, heldur myndað varnarvegg um sjálfa sig. „Ég hef alltaf verið rosalega dugleg að tala um þetta en ef þú leyfir þér ekki að finna þá er það ekkert nóg. Það er ekki hægt að tala sig úr sársaukanum en það er hægt að „finna“ sig úr honum. Ég hef bara þurft að læra þetta. Ég er að leyfa mér að upplifa tilfinningarnar mínar og ekki bara setja upp einhverja grímu og vera sterk og dugleg. Mér finnst það ekkert eftirsóknarvert lengur. Það er miklu flottara að upplifa bara tilfinningar sínar. Það er ekkert að græða á hinu. Það er ekkert skemmtilegt líf.“
Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira