Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2025 08:29 Jonas Gahr Støre leiðir minnihlutastjórn sem hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Getty/Carl Court Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Jonas Gahr Støre tilkynnti óvænt þann 10. október að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað fyrir fullt og allt. Sagði hann að göngin yrðu svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Aðeins fjórum dögum síðar mátti Støre þola þá niðurlægingu í Stórþinginu að vera gerður afturreka með ákvörðun sína. Aðrir flokkar mynduðu þá meirihluta og fengu samþykkta tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við verktakana sem buðu í gerð skipaganganna. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í ræðustól Stórþingsins þann 14. október síðastliðinn, daginn sem hann var gerður afturreka með ákvörðun sína um að hætta við skipagöngin.Stortinget/Morten Brakestad Í fréttum norska ríkisútvarpsins NRK í gær fengu ráðherrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins svo aftur á baukinn. Greint var frá því að ríkisstjórnin hafði strax í júní stöðvað undirbúning skipaganganna með því að gefa Siglingastofnuninni fyrirmæli um hætta viðræðum við tilboðsgjafana. Þeirri ákvörðun hefði hins vegar verið haldið leyndri. Það var laxeldisfréttamiðillinn iLaks sem fyrstur upplýsti um málið á miðvikudag. Sagði vefmiðillinn að atvinnuvega- og sjávarútvegsráðuneytið hefði mörgum vikum fyrir þingkosningarnar beðið Siglingastofnunina um að gera hlé á viðræðum við bjóðendurna þrjá. Talsmaður ráðuneytisins staðfesti að fyrirmælin hefðu verið gefin fyrir kosningar en vildi ekki tilgreina nákvæmari tímasetningu. Haft var eftir honum að tilboðin hefðu verið svo himinhátt yfir kostnaðarramma Stórþingsins að útilokað hefði verið að ganga til samninga. Forystumenn annarra flokka segja það hafa verið með vilja gert hjá forystu Verkamannaflokksins að upplýsa ekki um málið fyrir þingkosningarnar. Ráðherrar flokksins hafi viljað forðast að opinbera tíðindin til að styggja ekki kjósendur. Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, sat í ríkisstjórn með Verkamannaflokknum á síðasta kjörtímabili. Flokkur hans er meðal þeirra flokka sem ríkisstjórnin treystir á að verji hana falli.Stortinget/Morten Brakestad Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, sem myndaði ríkisstjórn með Verkamannaflokknum á síðasta kjörtímabili, segir í viðtali við NRK að „stöðvunarfyrirmælin“ séu í samræmi við kerfisbundna gengisfellingu landsbyggðarinnar. „Viljinn til að stöðva skipagöngin við Stað er svo mikill innan Verkamannaflokksins að þeir hreinlega slitu ferlinu. Stórþingið hafði veitt fé í verkefnið til að komast að raunverulegum kostnaði. Þá er stórfurðulegt að ríkisstjórnin stöðvi ferli sem átti að gefa lægsta mögulega verð,“ sagði formaður Miðflokksins og bætti við: „Traust á forystu Verkamannaflokksins í strandhéruðum landsins hefur enn minnkað.“ Gert er ráð fyrir að göngin verði 1,7 kílómetra löng, 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Dag-Inge Ulstein, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagði þetta ekki aðeins dæmi um slæma málsmeðferð ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Þetta héti að blekkja fólk. Alfred Bjørlo frá hægri-miðjuflokknum Venstre, einn helsti talsmaður strandbyggðanna í kringum Stað, sakaði forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre um ósannindi. „Forsætisráðherrann sagði berum orðum að það væri ekki hægt að lækka verðið. Það er ekki rétt. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin kom í veg fyrir að ríkisstofnun lyki samningaviðræðum.“ Teknisk Ukeblad hefur eftir einum tilboðsgjafa að það sé mögulegt að lækka kostnaðinn um „háar fjárhæðir“, en þó ekki um milljarða. Skipagöngin við Stað eru hönnuð nægilega stór til að rúma norsku strandferðaskipin.Kystverket Eftir inngrip meirihluta Stórþingsins hefur Siglingastofnunin núna hafið viðræður að nýju við tilboðsgjafana þrjá. Hefur þeim verið veittur frestur til 27. nóvember til að koma með nýjar verðhugmyndir. Formaður samgöngunefndar Stórþingsins, Bård Hoksrud úr Framfaraflokknum, segist í viðtali við NRK búast við að samgönguráðherrann hafi sjálfur frumkvæði að því að útskýra málið fyrir þinginu. „Ef ekki, þá mun ég eiga frumkvæði að því að fá hann kallaðan að borðinu á viðeigandi hátt. Við þurfum að skýra alla þætti þessa máls og fá allar staðreyndir upp á borðið.“ Noregur Skipaflutningar Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. 16. október 2025 11:01 Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Jonas Gahr Støre tilkynnti óvænt þann 10. október að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað fyrir fullt og allt. Sagði hann að göngin yrðu svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Aðeins fjórum dögum síðar mátti Støre þola þá niðurlægingu í Stórþinginu að vera gerður afturreka með ákvörðun sína. Aðrir flokkar mynduðu þá meirihluta og fengu samþykkta tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við verktakana sem buðu í gerð skipaganganna. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í ræðustól Stórþingsins þann 14. október síðastliðinn, daginn sem hann var gerður afturreka með ákvörðun sína um að hætta við skipagöngin.Stortinget/Morten Brakestad Í fréttum norska ríkisútvarpsins NRK í gær fengu ráðherrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins svo aftur á baukinn. Greint var frá því að ríkisstjórnin hafði strax í júní stöðvað undirbúning skipaganganna með því að gefa Siglingastofnuninni fyrirmæli um hætta viðræðum við tilboðsgjafana. Þeirri ákvörðun hefði hins vegar verið haldið leyndri. Það var laxeldisfréttamiðillinn iLaks sem fyrstur upplýsti um málið á miðvikudag. Sagði vefmiðillinn að atvinnuvega- og sjávarútvegsráðuneytið hefði mörgum vikum fyrir þingkosningarnar beðið Siglingastofnunina um að gera hlé á viðræðum við bjóðendurna þrjá. Talsmaður ráðuneytisins staðfesti að fyrirmælin hefðu verið gefin fyrir kosningar en vildi ekki tilgreina nákvæmari tímasetningu. Haft var eftir honum að tilboðin hefðu verið svo himinhátt yfir kostnaðarramma Stórþingsins að útilokað hefði verið að ganga til samninga. Forystumenn annarra flokka segja það hafa verið með vilja gert hjá forystu Verkamannaflokksins að upplýsa ekki um málið fyrir þingkosningarnar. Ráðherrar flokksins hafi viljað forðast að opinbera tíðindin til að styggja ekki kjósendur. Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, sat í ríkisstjórn með Verkamannaflokknum á síðasta kjörtímabili. Flokkur hans er meðal þeirra flokka sem ríkisstjórnin treystir á að verji hana falli.Stortinget/Morten Brakestad Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, sem myndaði ríkisstjórn með Verkamannaflokknum á síðasta kjörtímabili, segir í viðtali við NRK að „stöðvunarfyrirmælin“ séu í samræmi við kerfisbundna gengisfellingu landsbyggðarinnar. „Viljinn til að stöðva skipagöngin við Stað er svo mikill innan Verkamannaflokksins að þeir hreinlega slitu ferlinu. Stórþingið hafði veitt fé í verkefnið til að komast að raunverulegum kostnaði. Þá er stórfurðulegt að ríkisstjórnin stöðvi ferli sem átti að gefa lægsta mögulega verð,“ sagði formaður Miðflokksins og bætti við: „Traust á forystu Verkamannaflokksins í strandhéruðum landsins hefur enn minnkað.“ Gert er ráð fyrir að göngin verði 1,7 kílómetra löng, 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Dag-Inge Ulstein, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagði þetta ekki aðeins dæmi um slæma málsmeðferð ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Þetta héti að blekkja fólk. Alfred Bjørlo frá hægri-miðjuflokknum Venstre, einn helsti talsmaður strandbyggðanna í kringum Stað, sakaði forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre um ósannindi. „Forsætisráðherrann sagði berum orðum að það væri ekki hægt að lækka verðið. Það er ekki rétt. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin kom í veg fyrir að ríkisstofnun lyki samningaviðræðum.“ Teknisk Ukeblad hefur eftir einum tilboðsgjafa að það sé mögulegt að lækka kostnaðinn um „háar fjárhæðir“, en þó ekki um milljarða. Skipagöngin við Stað eru hönnuð nægilega stór til að rúma norsku strandferðaskipin.Kystverket Eftir inngrip meirihluta Stórþingsins hefur Siglingastofnunin núna hafið viðræður að nýju við tilboðsgjafana þrjá. Hefur þeim verið veittur frestur til 27. nóvember til að koma með nýjar verðhugmyndir. Formaður samgöngunefndar Stórþingsins, Bård Hoksrud úr Framfaraflokknum, segist í viðtali við NRK búast við að samgönguráðherrann hafi sjálfur frumkvæði að því að útskýra málið fyrir þinginu. „Ef ekki, þá mun ég eiga frumkvæði að því að fá hann kallaðan að borðinu á viðeigandi hátt. Við þurfum að skýra alla þætti þessa máls og fá allar staðreyndir upp á borðið.“
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. 16. október 2025 11:01 Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. 16. október 2025 11:01
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24