Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 15:51 Veggmynd af Catherine Connolly sem gæti vel orðið næsti forseti Írlands. Henni er sagt hafa tekist að sameina annars sundurleitan hóp vinstrimanna. Vísir/EPA Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO. Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO.
Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira