Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 19:45 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson er eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Vísir/Lýður Valberg Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“ Húsnæðismál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“
Húsnæðismál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira