Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 09:05 Changpeng Zhao, stofnandi rafmyntarisans Binance. Á hans vakt lyfti fyrirtæki ekki fingri til þess að stöðva grunsamlega fjármagnsflutninga sem tengdust þekktum hryðjuverkasamtökum og glæpamönnum. AP/Ellen M. Banner/The Seattle Times Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild. Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild.
Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58